Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna

Sýningarreglur

Reglur vegna sýninga, námskeiða og annarra samkoma á vegum ERL

Kynningar, auglýsingar og sala annarra en ERL ekki leyfðar á vinnusvæði félagsins á sýningum, fundum og námskeiðum þess.
Hægt er að fá undanþágu frá þessu af hálfu stjórnar með eftirfarandi skilyrðum: 

Söluvara, kynningar- og auglýsingaefni skal tengt landnámshænunni.
1. Auglýsingar og kynningar: 
Leyfi skulu aðeins veitt skuldlausum félögum í ERL. Hægt er að veita auglýsendum utan félagsins (t.d. fyrirtækjum) leyfi til auglýsinga eða kynninga, en þá aðeins gegn umsömdu gjaldi sem rennur beint til félagsins.
Kynningarefni og/eða auglýsingar liggi frammi á fyrirfram ákveðnu svæði. Ekki er leyfilegt að dreifa efni á samkomusvæði ERL nema á vegum félagsins sjálfs.
Aldrei má veita leyfi til kynninga, auglýsinga eða sölu í því magni að það skyggi á nokkurn hátt á félagið sjálft eða viðfangsefni samkomunnar.
2. Sölustarfsemi: 
Sala fari aðeins fram á fyrirfram ákveðnu svæði. 
Sýningarstjóri veitir söluleyfi á sýningum og seljandi greiði 20% af sölunni til félagsins. Á öðrum samkomum veitir stjórn ERL leyfið og greiði seljandi 20% af sölunni til félagsins.

Eggjasala á sýningum ERL.

 
Eggjasala skal eingöngu vera á vegum félagsins, enda skoðast hún sem auglýsing fyrir framleiðsluvöru landnámshænunnar. Eggjabakkar skulu merktir með merki félagsins og nafni framleiðanda.  Öll innkoma vegna eggjasölu rennur beint til félagsins.
Sýningarbúr ERL.  Búr félagsins eru eingöngu ætluð til sýninga á vegum þess. Ákvarðanir stjórnar um sýningar skulu teknar á vormánuðum og annast stjórnin samninga við samstarfsaðila, s.s. sýningarhaldara eða eiganda sýningarsvæðis.  Félagið lánar búrin, leggur til sýningarstjóra og annað starfsfólk eftir föngum, svo og sýningargögn og verðlaun. Sýningarstjóri ber ábyrgð á skilum búranna.
Samstarfsaðili greiðir kostnað af flutningi búra, húsnæði og þrifum. 
Öll vinna við sýningar félagsins er sjálfboðavinna.


Umhirða fugla, takmarkanir ofl. 

Félögum í ERL er frjálst að sýna landnámshænsni endurgjaldslaust á öllum sýningum félagsins að þessum skilyrðum uppfylltum:
# að félagi sé skuldlaus
# að fuglarnir séu heilbrigðir, hreinir og í góðu fiðri.
Sé mikil aðsókn að sýningarbúrum félagsins á sýningum þess getur sýningarstjóri sett fjöldatakmark sýndra fugla á hvern félaga.
Félagið ber ábyrgð á fuglinum meðan  hann er í sýningarbúri ERL, en eigandi eða staðgengill hans ber ábyrgð á flutningi hans milli staða.

 

Eigenda- og ræktendafélag Landnámshænsna

Húsatóftum I, Skeiðum 801 Selfoss

Gerstu félagi og styddu við bakið á landnámshænunni

Árgjaldið er aðeins 2500 krónur.  

Reikn: 0325 - 13 - 100359.  Kt: 5408060470

Þeir sem greiða gjaldið teljast félagar Í ERL.   

Fyrir útlönd :
IBAN: IS24 0325 1300 100359 54080604 70
bankaccount: 0325 - 13 - 100359

Knúið áfram af einfalt.is